Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

SÍMINN! Dulbúin hækkun?

Fékk þessa tilkynningu frá símanum áðann.

Við viljum vekja athygli þína á að frá og með 1. mars nk. mun Síminn leggja þjónustugjöld á myndlykla og beina (routers) sem eru í vörslu þinni en í eigu Símans. Grunngjald fyrir myndlykil verður 600 kr. á mánuði. Grunngjaldið er innifalið í öðrum áskriftarpökkum kemur því ekki til hækkunar hjá þeim sem kaupa fasta áskrift. Gjaldið fyrir beininn verður 350 kr. á mánuði og er óháð annarri áskrift.     Í Grunnpakkanum eru allar opnar rásir sem dreift er af Símanum og nú hefur verið bætt við 3 erlendum rásum, fjöldkyldurásinni DR1, fréttarásinni Sky News og barnarásinni Boomerang.    Nánari upplýsingar fást á www.siminn.is eða hjá þjónustuveri Símans í síma 800 7000. 

Þetta gengur ekki, það hafa dunið yfir mann auglýsingar frá símanum sínkt og heilagt " Ókeypis "  en nú ætla þeir að fara að rukka 950 kr á mánuði fyrir þetta. Eru þetta ekki svik?

Stöndum nú saman gegn okrinu og skilum draslinu.

 

 

 


Halló!

Það er kreppa á Íslandi, fólk er að missa vinnuna, missa íbúðina, missa bílinn og æruna og þú vælir yfir að geta ekki stækkað við þig. Þakkaðu Guði fyrir það hvað þú átt.

Blaðamaður Moggans, er þetta virkilega forsíðufrétt? Fáðu þér aðra vinnu.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband