Er Árni asni?
27.11.2009 | 12:52
"Árni sagði fjölmörg rök hníga af því að veita sjómönnum skattaafslátt. Þeir hafi minni aðgang en aðrir að heilbrigðiskerfinu, vegakerfinu, menningarlífinu sem er kostað af skattfé. Þá séu ekki taldar með fjarvistir frá fjölskyldunni."
Minni aðgang að heilbrigðiskerfinu?? Hvílík della, veit ekki betur en það sé send þyrla eftir þeim ef þeir slasast eða veikjast heiftarlega.
Vegakerfið, algjör firra, þeir og þeirra fjölskyldur nota það ekkert minna enn aðrir.
Menningarlífið, ef þeir hafa áhuga geta þeir notið þess þá 100 daga sem þeir eru í frí á ári.
Fjarvistir frá fjölskyldu, margar aðrar stéttir þurfa að vera mun meira frá fjölskyldu sinni heldur enn sjómenn í dag og fá engann afslátt.
Hlunnindi og sponslur eins og hann segir (Fjarvistarálag) þetta er greitt af vinnuveitenda og er samningur á milli þeirra og launþega, enn ekki greitt úr vasa samborgaranna.
Löngu tímabær ákvörðun.
Afþakka boð ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.