Halló!

Það er kreppa á Íslandi, fólk er að missa vinnuna, missa íbúðina, missa bílinn og æruna og þú vælir yfir að geta ekki stækkað við þig. Þakkaðu Guði fyrir það hvað þú átt.

Blaðamaður Moggans, er þetta virkilega forsíðufrétt? Fáðu þér aðra vinnu.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég er sammála

Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:06

2 identicon

Það er verið að benda á það hvernig ástandið hefur áhrif á alla, jafnvel þá sem standa í skilum og hafa ekki keyrt sig á kaf í skuldafen.  Það veldur því að það verður engin hreyfing td. á fasteigna markaði,  sem hefur gríðarleg áhrif út í hagkerfið, og fólk fær í raun engu ráðið um eign hagi. Voru kallaðir átthagafjötrar áður fyrr. Reyndu bara að lesa aðeins í samhengi og nota kollinn án fordóma.  Eða kannski er Geiri bara ekki svo "Smart"!

Zeppur (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:07

3 identicon

Það er kreppa á Íslandi, fólk er að missa vinnuna, missa íbúðina, missa bílinn og æruna og þú vælir yfir að geta ekki stækkað við þig. Þakkaðu Guði fyrir það hvað þú átt.

Blaðamaður Moggans, er þetta virkilega forsíðufrétt? Fáðu þér aðra vinnu.

-------------------

einmitt! takk fyrir

ks (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Geiri Smart

Sæll Zeppur

Ég geri mér alveg fulla greyn fyrir því hvernig ástandið er, því ég er sjálfur í nákvæmlega sömu stöðu. En ég er samt ekki að hlaupa með það í blöðin. Og það er ekki sjálfgefið að þeir sem eru að missa allt sitt hafi keyrt sig á kaf í skuldafen, heldur hafa þeir misst vinnuna eða orðið að taka á sig verulega kjaraskerðingu og eru því fórnalömb en ekki gerendur.

Geiri Smart, 12.2.2009 kl. 10:54

5 identicon

Fréttin snýst ekki um herbergjafjölda og væl, hún snýst um það óréttlæti að fólk sem stendur í skilum er að missa allt sitt útaf verðbótum og myntkörfulánum.

Sonja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband