Nei!
4.12.2008 | 20:15
Skattaafsláttur þýðir minni tekjur ríkissjóðs, sem aftur bitnar á öllum almenningi í landinu. Þá kæmi til skerðingar atvinnuleysis- og örorkubóta, heilbrigðiskerfið fengi minna og svo mætti lengi telja. Þetta fólk lét plata sig og við eigum ekki að bæta fyrir það, nógur er skaðinn af bankahruninu samt.
Þeir sem töpuðu fái skattaafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála þessu, hversu langt á að ganga í svona málum. Sjálfsagt geta allir komið með einhv. svona rök og heimta að samhjálpin greiði það. Ég segi nei. Mín fjölsk. lenti í áföllum fyrir nokkrum árum þegar stórt fyrirtæki sem einn fjölsk.meðlimur vann hjá fór á hausinn, það var á þeim tíma sem það þótti óþarfi að birta grátfréttir um svoleiðis í blöðum. Eftir margra mánaða baráttu náðust útistandandi laun, afdreginn lífeyrissjóður og skattar í gegn um Ábyrðgarsjóð launa, en séreignarsparnaðurinn fékkst aldrei, enda ábyrgist ábyrgðarsjóðurinn hann ekki. Þetta var hreinn og klár þjófnaður fyrirtækisins og ekkert hægt að gera. Þetta var ekki lítil upphæð enda launin góð áður en fyrirtækið fór á hausinn. Viðkomandi einstaklingur sem lenti í þessu mátti semsagt þola að það væri stolið 4% úr launaumslaginu hans og að þurfa síðan að þyggja atvinnuleysisbætur sem voru þrisvar sinnum lægri en hann hafði borgað mánaðarlega í skatta á meðan hann var í vinnu. Hvar er réttlætið í þessu, ég bara spyr. Þótt samúð mín sé með fólki sem hefur lent i slæmum málum með þessa peningamarkaðssjóði, er ég ekki tilbúin til að greiða fyrir það tap með mínu skattfé.
Jónína (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.